Dreymir um að komast út á völl og spila handbolta að nýju Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 16. september 2020 20:00 Hafdís fagnar í leik með Fram á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira