„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. september 2020 18:23 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira