Nýja stjórnarskráin eða nýja símaskráin? Brynjar Níelsson skrifar 16. september 2020 12:34 Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun