Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 09:30 Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var mjög meðvituð um að hún ætti hættu á að fá meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi þar sem hún er þolandi kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan
Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11