Er ástæða til að kaupa í Icelandair? Þórir Garðarsson skrifar 16. september 2020 09:30 Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun