Er ástæða til að kaupa í Icelandair? Þórir Garðarsson skrifar 16. september 2020 09:30 Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun