Listin að gera ekki neitt Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. september 2020 13:30 Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun