Messi fékk milljarði meira en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:00 Cristiano Ronaldo við hlið Lionel Mess á verðlaunahátíð UEFA í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira