Strætóbílstjóri hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 06:30 Eiríkur Barkarson, strætóbílstjóri, hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann til lögreglu. Facebook Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C. Strætó Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C.
Strætó Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira