Reebok Fitness braut lög með skilmálabreytingu í miðjum faraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 19:00 Reebok Fitness breytti skilmálum áskriftar í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum bárust fjölmargar ábendingar um skilmálabreytinguna sem var ólögleg að mati Neytendastofu. Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að líkamsræktarstöðin Reebok Fitness hafi brotið lög þegar stöðin breytti uppsagnarskilmálum áskrifta einhliða í miðjum kórónuveirufaraldri í mars síðastliðnum. Breytingin fólst í því að áskrifendur gátu ekki lengur sagt upp áskriftinni rafrænt heldur þurftu þeir að koma á skrifstofu stöðvarinnar á milli klukkan 10 og 16 á virkum degi og segja áskriftinni upp skriflega og í eigin persónu. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að stofnuninni bárust fjöldi ábendinga og fyrirspurna frá neytendum varðandi rétt þeirra til þess að segja upp eða frysta áskrift að líkamsræktarstöðvum í tilefni lokana vegna Covid-19. Í ábendingunum hafi meðal annars komið fram að takmarkanir hafi verið settar á það að segja upp áskrift. Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum frá Reebok Fitness í byrjun apríl og barst svar með tölvupósti um tveimur vikum seinna. Þar kom meðal annars fram að félagið hefði brugðist við óskum neytenda um að segja upp áskrift með því að taka á móti og aðstoða viðskiptavini sem óskuðu eftir því að segja upp í afgreiðslu Reebok Fitness og rafrænt í gegnum tölvupóst. Allt á „hold“ vegna Covid-19 Um miðjan maí óskaði Neytendastofa eftir frekari skýringum frá líkamsræktarstöðinni um málið og var í bréfinu vísað til fréttar sem birtist hér á Vísi þann 26. mars. Þar kom fram að eftirfarandi tilkynning hefði birst þegar neytandi reyndi að segja upp áskrift á vefsíðu Reebok Fitness: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness Taldi Neytendastofa umrædda viðskiptahætti mögulega brjóta gegn neytendalögum. Í því samhengi benti stofnunin á að samkvæmt svari Reebok Fitness í apríl væru allir áskriftarsamningar gerðir rafrænt og verulegar takmarkanir væru gerðar á möguleika neytenda til þess að segja upp áskrift með því að skylda þá til þess að mæta á skrifstofu félagsins á tímum Covid-19. Ekkert svar barst frá Reebok Fitness við bréfi Neytendastofu sem sent var í maí. Bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur Var það niðurstaða Neytendastofu að með skilmálabreytingunum hefði möguleiki neytenda til þess að nýta heimild í skilmálum til uppsagnar verið skert verulega. Þá hefði í þessu falist töluverð breyting á grundvallaratriði samningssambandsins. „Þá verður ekki framhjá því litið að skilmálabreytingin var gerð einhliða og án tilkynningar eða fyrirvara og neytendum því ókleift að grípa til ráðstafanna vildu þeir ekki sætta sig við breytta skilmála auk þess sem breytingin er gerð á þeim tíma þar sem neytendum var ómögulegt að nýta þjónustu RFC,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu. Líkamsræktarstöðin er því talin hafa brotið lög með skilmálabreytingunni og er henni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur. Neytendur Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að líkamsræktarstöðin Reebok Fitness hafi brotið lög þegar stöðin breytti uppsagnarskilmálum áskrifta einhliða í miðjum kórónuveirufaraldri í mars síðastliðnum. Breytingin fólst í því að áskrifendur gátu ekki lengur sagt upp áskriftinni rafrænt heldur þurftu þeir að koma á skrifstofu stöðvarinnar á milli klukkan 10 og 16 á virkum degi og segja áskriftinni upp skriflega og í eigin persónu. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að stofnuninni bárust fjöldi ábendinga og fyrirspurna frá neytendum varðandi rétt þeirra til þess að segja upp eða frysta áskrift að líkamsræktarstöðvum í tilefni lokana vegna Covid-19. Í ábendingunum hafi meðal annars komið fram að takmarkanir hafi verið settar á það að segja upp áskrift. Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum frá Reebok Fitness í byrjun apríl og barst svar með tölvupósti um tveimur vikum seinna. Þar kom meðal annars fram að félagið hefði brugðist við óskum neytenda um að segja upp áskrift með því að taka á móti og aðstoða viðskiptavini sem óskuðu eftir því að segja upp í afgreiðslu Reebok Fitness og rafrænt í gegnum tölvupóst. Allt á „hold“ vegna Covid-19 Um miðjan maí óskaði Neytendastofa eftir frekari skýringum frá líkamsræktarstöðinni um málið og var í bréfinu vísað til fréttar sem birtist hér á Vísi þann 26. mars. Þar kom fram að eftirfarandi tilkynning hefði birst þegar neytandi reyndi að segja upp áskrift á vefsíðu Reebok Fitness: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness Taldi Neytendastofa umrædda viðskiptahætti mögulega brjóta gegn neytendalögum. Í því samhengi benti stofnunin á að samkvæmt svari Reebok Fitness í apríl væru allir áskriftarsamningar gerðir rafrænt og verulegar takmarkanir væru gerðar á möguleika neytenda til þess að segja upp áskrift með því að skylda þá til þess að mæta á skrifstofu félagsins á tímum Covid-19. Ekkert svar barst frá Reebok Fitness við bréfi Neytendastofu sem sent var í maí. Bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur Var það niðurstaða Neytendastofu að með skilmálabreytingunum hefði möguleiki neytenda til þess að nýta heimild í skilmálum til uppsagnar verið skert verulega. Þá hefði í þessu falist töluverð breyting á grundvallaratriði samningssambandsins. „Þá verður ekki framhjá því litið að skilmálabreytingin var gerð einhliða og án tilkynningar eða fyrirvara og neytendum því ókleift að grípa til ráðstafanna vildu þeir ekki sætta sig við breytta skilmála auk þess sem breytingin er gerð á þeim tíma þar sem neytendum var ómögulegt að nýta þjónustu RFC,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu. Líkamsræktarstöðin er því talin hafa brotið lög með skilmálabreytingunni og er henni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur.
Neytendur Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira