Horfði bjargarlaus upp á hvalinn drepast í flæðarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 13:26 Hvalurinn lengst til vinstri á mynd var enn á lífi þegar Darja kom aðvífandi. Hinir hvalirnir voru þegar dauðir. Skjáskot Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir. Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir.
Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira