Knattspyrnumaðurinn, athafnamaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason mun á næstunni senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband.
Rúrik var staddur í Hörpunni um helgina þar sem myndband við lagið var tekið upp. Ef marka má Instagram-reikning Rúriks vinnur hann lagið meðal annars með Doctor Victor sem gaf út lagið Sumargleðin á síðasta ári.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Rúrik verið í söngtímum hjá Svölu Björgvinsdóttur. Halldór Gunnar og félagar í Albatross hafa einnig komið að laginu með Rúrik.