Tjáði neyðarlínu að hann væri fangi félaga sinna og þeir ætluðu að meiða hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 11:11 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að manninum um helgina. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun.
Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira