Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns.
Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol.
Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur.
Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum.
.@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI
— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020
Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar.
„Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi
Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum.
„Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol.
Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið.
Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri.