Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Þórir Guðmundsson skrifar 13. september 2020 12:28 Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Egyptaland Þórir Guðmundsson Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun