Kona var handtekinn í Laugardalshverfi í dag vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan í annarlegu ástandi og mun hún verða yfirheyrð þegar ástand hennar er betra.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í dag vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, annar í Árbæ og hinn í Breiðholti.
Þá var ölvaður ökumaður handtekinn í Hafnarfirði eftir að hafa ekið á kyrrstæða bifreið, en sá var vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku.
Í Kópavogi voru afskipti höfð af konu vegna þjófnaðar, hótana og vopnalagabrots. Skýrsla var tekin af konunni og var henni sleppt í framhaldi af því.