Standast kjarasamningarnir endurskoðun? Drífa Snædal skrifar 11. september 2020 13:22 Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar