Gunnar Magnússon: Þurfum að púsla okkur saman upp á nýtt Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. september 2020 21:44 Gunnar Magnússon er orðinn þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL „Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00