Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 21:13 Bærinn Borgir í Kollavík stendur undir Viðarfjalli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009: Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009:
Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12