Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 21:13 Bærinn Borgir í Kollavík stendur undir Viðarfjalli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009: Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009:
Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12