Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 15:21 Frá kynningu flugfélagsins í Perlunni í nóvember síðastliðnum. Bogi Guðmundsson er annar frá vinstri og Arnar Már þar til hægri. Þarna lék allt í lyndi en síðan hefur Boga verið sagt upp með tilheyrandi ósætti. Vísir/Vilhelm Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna. Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.
Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun