Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 15:21 Frá kynningu flugfélagsins í Perlunni í nóvember síðastliðnum. Bogi Guðmundsson er annar frá vinstri og Arnar Már þar til hægri. Þarna lék allt í lyndi en síðan hefur Boga verið sagt upp með tilheyrandi ósætti. Vísir/Vilhelm Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna. Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.
Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira