Nýju ljósi varpað á umdeilda Eurovision-ferð Hatara Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 14:30 Klemens og Matthías stóðu í ströngu í Tel Aviv vorið 2019. Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is. RIFF Eurovision Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is.
RIFF Eurovision Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein