Krummi frumsýnir nýtt lag og myndband um utangarðsfólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 12:00 Krummi segir að nýja lagið fjalli um utangarðsfólk í samfélaginu, sem reiki um ósýnilegt. Skjáskot/Frozen Teardrops Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops
Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15