Krummi frumsýnir nýtt lag og myndband um utangarðsfólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 12:00 Krummi segir að nýja lagið fjalli um utangarðsfólk í samfélaginu, sem reiki um ósýnilegt. Skjáskot/Frozen Teardrops Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops
Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15