Að vakna með lokuð augu Svavar Guðmundsson skrifar 10. september 2020 09:00 Á vordögum skrifuðu samtök launafólks og Öryrkjabandalagið með viðhöfn undir baráttusamning til handa öryrkjum sem bar yfirskriftina „Samstaða um bætt lífskjör“. Hvað hefur gerst síðan, svona af því sem við höfum heyrt í fjölmiðlum frá verkalýðsforystunni, jú hækkum atvinnuleysisbætur en enginn minnst orði á að bæta kjör öryrkja. Þessi óperusöngur um hækkun atvinnuleysisbóta glymur allan daginn í fjölmiðlum og hefur gert svo undanfarna mánuði. Einnig hefur litríka stjórnaandstaðan hafið kosningabaráttu sína fyrir alþingiskosningar á næsta ári með auglýsingaherferðinni „hækkum atvinnuleysisbætur“. Það er lífsins ómögulegt að ætla stjórn og stjórnaandstöðu að geta komið sér saman um hvernig veðrið sé úti þá stundina standandi öll undir sömu regnhlífinni, því minnihlutinn lofar betra veðri ef keyptar verða stærri regnhlífar handa útvöldum. Það er með hreinum ólíkindum hvað mörg þeirra eru illa áttuð á þeirri staðreynd að það var ekki til nein uppskrift né eitthvað hundgamalt minnisblað um hvernig ætti að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs. Mér sýnist ríkisstjórnin vera leysa málin nokkuð vel dag frá degi því vandamálið er á fleygiferð ólíkt stjórnarandstöðunni sem getur varla talast við innan flokka um hvað eigi að vera með síðdegiskaffinu svolítið er við að vera hjá þeim, nema að vera á móti öllu sem gert er. Til einföldunar má segja að skútan liggi við akkeri, í vari, stjórnarandstaðan er í landi meðan ríkisstjórnin er um borð að ausa á fullu og af bestu yfirsýn. Skútan fagra gæti heitið Stubbur RE 2020. Nú er því svo farið að atvinnuleysisbætur eru hæstu mánaðarlegu framfærslubætur sem greiddar eru hérlendis. Fullar atvinnuleysisbætur að fyrstu þrem tekjutengdu mánuðum liðnum eru um 290.000 krónur ámánuði. Fullar örorkubætur eru um 245.000 krónur og ellilífeyrir eitthvað örfáum krónum lægri á mánuði. Þannig að atvinnuleysisbætur eru tæp 20% hærri en aðrar tilteknar bætur. Einn stórkostlegan kost hafa atvinnuleysisbætur umfram örorkubætur, hann er sá að ef sá hinn atvinnulausi fær atvinnu þá þarf hann ekki að endurgreiða hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið ólíkt öryrkjanum sem þarf að endurgreiða stóran hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið innan ársins, ef hann fær atvinnu. Já köld eru öryrkjans kjör. Sanngirni gagnvart hinum minnstu borgurum sem eru samferðamenn þínir á okkar stutta æviskeiði er lítil og í senn fjandsamleg. Það að tala einungis um hækkun atvinnuleysisbóta sem er eins og áður sagði hæstar allra mánaðarlegra bótagreiðslna er afar ósanngjarnt með tilliti til annarra bótaþega í landinu.Atvinnuleysisbætur eiga ekki að vera framfærslubætur til langs tíma. Tvítug manneskja er með hærri upphæð í vasann en 45 ára öryrki sem þarf að standa straum af húsaleigu, lyfja og hjálpartækjakostnaði meðan hinn tvítugi býr enn í föðurtúnum með báðar skóreimar lausar. Öryrkjar geta lært margt af baráttu hinsegin fólks. Af hverju skyldi staða öryrkja lítið hafa breyst sl. áratug og lengur er varðar upphæð mánaðarlegra bótagreiðslna og hafa nú allir flokkar verið í ríkistjórn hægri vinstri á þessu tímabili. Ég tel að forysta öryrkja í landinu þurfi að vera mun sýnilegri og láta meira til sín taka til eflingar, menntunnar og stuðnings til sjálfstæðis fyrir sitt fólk. Nú væri t.a.m. lag fyrir ÖBÍ sem fær stóran hluta af Lottópeningunum okkar að láta í sér heyra sem aldrei fyrr til mótvægis við allt tækifærisgjammið í samfélaginu um hækkun atvinnuleysisbóta. Herferðin gæti hljóma eitthvað í þessum dúr. Ég nota hjólastól til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota blindrastaf til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota göngugrind til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Við erum ekki laumufarþegar í okkar samfélagi, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur Sýnilegur ósýnileiki. Mörg aðildarfélög ÖBÍ hafa verið algerlega ósýnileg nema þegar kemur að sölu happadrættismiða þeirra. Í raun þyrfti að skylda öll sérhagsmunasamtök ólíkra öryrkjahópa til þess að birta ársreikning sinn opinberlega svo almenningur sjái í hvað peningar þeirra fara. Ég þekki t.a.m til eins félags þar sem launakostnaður framkvæmdastjóra og formanns í hlutastarfi er rétt tæpar 20 milljónir á ári sem er ekkert nema galið í ljósi þess að félagið reiðir sig á happadrættissölu og velvilja almennings. Ég lít svo á að framangreindir peningar séu verðmætari en aðrir í ljósi þess hvernig þeirra er aflað, þ.e.a.s. með velvilja almennings og því eigi að nýta þá betur fötluðum til betra lífs. Það er eins og æði margir séu í „þægilegu“ starfi við að gera sem allra minnst í því að setja sig í spor sinna minnstu bræðra. Vissulega hefur ýmislegt verið gert í aðgengismálum bæði í tækni og umferlismálum en öryrkjar lifa ekki á því né borða út á það. Og ef öryrkja líður stöðugt illa yfir fátækt sinni þá skiptir aðgengið litlu sem engu og öryrkinn einangrast, fátæktarmein er einsemdarmein. Til að auka baráttuandann og berja sér hugrekki í brjóst ættu öryrkjar að eiga eins og eina götu eyrnamerkta málstaðnum niðri í miðbæ til að auka sýnileika sinn, og koma þar reglulega saman. Ef réttindabarátta öryrkja og aldraðra væri á pari við stöðu samkynhneigðra hérlendis væri kaup og kjör þeirra mun betri. Auk þess fengju öryrkjar og aldraðir að mála myndir af hjálpartækjunum sínum á helstu göngugötur borgarinnar. Síðan er nauðsynlegt að fá helstu fyrirtæki í landinu í lið með sér líkt og hinsegin fólk gerir. Gaman væri ef t.d. fólk breytti prófílmynd sinni á samfélagsmiðlum líkt og þeir gera reglulega fyrir samkynhneigða og hengdu mynd af helstu hjálpartækjum um hálsinn á sér. Og Kauphöllin myndi lýsa upp helstu hjápartæki öryrkja á byggingunni líkt og þeir gera með regnbogann fyrir samkynhneigða. Þeir gætu jafnvel látið slagorðið fylgja með mynd af hjálpartækjunum „átt þú svona dót“. Það þarf alveg nýja hugsun í réttindabaráttu öryrkja og það þarf ekki að upphefja aðra bótahópa umfram aðra í samfélaginu, með því er um leið verið að vanvirða og níðast á hinum sbr. öryrkja og eldri borgara. Samtök launafólks vilja tæma alla sparibauka ríkissjóðs og skuldsetja hann enn meira strax, sem hefur aldrei verið skynsamlegt og allra síst í þeirri stöðu sem uppi er nú. Það má ekki nota Covid sem hækju fyrir allt sem miður fer í stað þess að finna skapandi lausnir. Ríkissjóður er ekki fljótandi gullæð og það mun mest bitna á farsæld minnihlutahópa á komandi tímum ef fjárlagaholan verði það djúp að mannshöndin nær ekki ofan í hana sökum bráðlætis sérhagsmunahópa. Á þetta hefur verið ítrekað bent í öllum sögubókum og eru þær til á bókasafni sannleikans og ASÍ. Stjórnmálamenn margir hverjir eru með meistarapróf úr Eftirhermuskólanum því þeir stagglast ítrekað á frasanum „fordómalausar aðstæður“ með hendur í vösum og stígandi á skóreimar sínar líkt og unglingurinn í föðurtúnum. Á sama tíma eru flestir öryrkjar með meistarapróf í Umburðarlyndisstjórnun og því er þeirra frasi, „fordómarnir eru allstaðar“ og skilningurinn eftir því. Það er ömurleg staðreynd engu að síður að margur öryrkinn og eldri borgarinn upplifa sig einskis virði í samfélaginu sem er napurlegt fyrir okkar lægstu bræður og systur. Mátum skó hinna þjáðu áður en við byrjum að níða hann af þeim. Jöfnum bótakerfið í stað þess að breikka bil óhamingjunar innan þess. Og nú þegar hægt hefur á efnahagslífinu þá er allt hægt í jákvæðri merkingu þess síðasta orðs. Virkjum okkar dýrmætasta afl, ímyndunaraflið til góðra verka, sköpunar og ekki síst samkenndar og samlíðunar. Til að tryggja að lífið verði aldrei verðlaust né óþarfa ruglingslegt er lífsnauðsyn að skapa sér góða yfirsýn. Í því sambandi er nauðsynlegt að þeir sem taka til máls í umræðunni um framanritað fækki blindgötuferðunum og staldri við með bæði augun opin á stóru umferðareyjunum lýðnum til heilla í stað þess að ala á misskiptingu. Og að lokum er gott að hafa í huga að þegar gleðin býr í hjartslættinum er lífsgangan létt og spennandi með eða án hjálpartækja.Höfundur er sjávarútvegsfræðingur sem stefnir á doktorsnám í Umburðarlyndisstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagsmál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum skrifuðu samtök launafólks og Öryrkjabandalagið með viðhöfn undir baráttusamning til handa öryrkjum sem bar yfirskriftina „Samstaða um bætt lífskjör“. Hvað hefur gerst síðan, svona af því sem við höfum heyrt í fjölmiðlum frá verkalýðsforystunni, jú hækkum atvinnuleysisbætur en enginn minnst orði á að bæta kjör öryrkja. Þessi óperusöngur um hækkun atvinnuleysisbóta glymur allan daginn í fjölmiðlum og hefur gert svo undanfarna mánuði. Einnig hefur litríka stjórnaandstaðan hafið kosningabaráttu sína fyrir alþingiskosningar á næsta ári með auglýsingaherferðinni „hækkum atvinnuleysisbætur“. Það er lífsins ómögulegt að ætla stjórn og stjórnaandstöðu að geta komið sér saman um hvernig veðrið sé úti þá stundina standandi öll undir sömu regnhlífinni, því minnihlutinn lofar betra veðri ef keyptar verða stærri regnhlífar handa útvöldum. Það er með hreinum ólíkindum hvað mörg þeirra eru illa áttuð á þeirri staðreynd að það var ekki til nein uppskrift né eitthvað hundgamalt minnisblað um hvernig ætti að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs. Mér sýnist ríkisstjórnin vera leysa málin nokkuð vel dag frá degi því vandamálið er á fleygiferð ólíkt stjórnarandstöðunni sem getur varla talast við innan flokka um hvað eigi að vera með síðdegiskaffinu svolítið er við að vera hjá þeim, nema að vera á móti öllu sem gert er. Til einföldunar má segja að skútan liggi við akkeri, í vari, stjórnarandstaðan er í landi meðan ríkisstjórnin er um borð að ausa á fullu og af bestu yfirsýn. Skútan fagra gæti heitið Stubbur RE 2020. Nú er því svo farið að atvinnuleysisbætur eru hæstu mánaðarlegu framfærslubætur sem greiddar eru hérlendis. Fullar atvinnuleysisbætur að fyrstu þrem tekjutengdu mánuðum liðnum eru um 290.000 krónur ámánuði. Fullar örorkubætur eru um 245.000 krónur og ellilífeyrir eitthvað örfáum krónum lægri á mánuði. Þannig að atvinnuleysisbætur eru tæp 20% hærri en aðrar tilteknar bætur. Einn stórkostlegan kost hafa atvinnuleysisbætur umfram örorkubætur, hann er sá að ef sá hinn atvinnulausi fær atvinnu þá þarf hann ekki að endurgreiða hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið ólíkt öryrkjanum sem þarf að endurgreiða stóran hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið innan ársins, ef hann fær atvinnu. Já köld eru öryrkjans kjör. Sanngirni gagnvart hinum minnstu borgurum sem eru samferðamenn þínir á okkar stutta æviskeiði er lítil og í senn fjandsamleg. Það að tala einungis um hækkun atvinnuleysisbóta sem er eins og áður sagði hæstar allra mánaðarlegra bótagreiðslna er afar ósanngjarnt með tilliti til annarra bótaþega í landinu.Atvinnuleysisbætur eiga ekki að vera framfærslubætur til langs tíma. Tvítug manneskja er með hærri upphæð í vasann en 45 ára öryrki sem þarf að standa straum af húsaleigu, lyfja og hjálpartækjakostnaði meðan hinn tvítugi býr enn í föðurtúnum með báðar skóreimar lausar. Öryrkjar geta lært margt af baráttu hinsegin fólks. Af hverju skyldi staða öryrkja lítið hafa breyst sl. áratug og lengur er varðar upphæð mánaðarlegra bótagreiðslna og hafa nú allir flokkar verið í ríkistjórn hægri vinstri á þessu tímabili. Ég tel að forysta öryrkja í landinu þurfi að vera mun sýnilegri og láta meira til sín taka til eflingar, menntunnar og stuðnings til sjálfstæðis fyrir sitt fólk. Nú væri t.a.m. lag fyrir ÖBÍ sem fær stóran hluta af Lottópeningunum okkar að láta í sér heyra sem aldrei fyrr til mótvægis við allt tækifærisgjammið í samfélaginu um hækkun atvinnuleysisbóta. Herferðin gæti hljóma eitthvað í þessum dúr. Ég nota hjólastól til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota blindrastaf til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota göngugrind til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Við erum ekki laumufarþegar í okkar samfélagi, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur Sýnilegur ósýnileiki. Mörg aðildarfélög ÖBÍ hafa verið algerlega ósýnileg nema þegar kemur að sölu happadrættismiða þeirra. Í raun þyrfti að skylda öll sérhagsmunasamtök ólíkra öryrkjahópa til þess að birta ársreikning sinn opinberlega svo almenningur sjái í hvað peningar þeirra fara. Ég þekki t.a.m til eins félags þar sem launakostnaður framkvæmdastjóra og formanns í hlutastarfi er rétt tæpar 20 milljónir á ári sem er ekkert nema galið í ljósi þess að félagið reiðir sig á happadrættissölu og velvilja almennings. Ég lít svo á að framangreindir peningar séu verðmætari en aðrir í ljósi þess hvernig þeirra er aflað, þ.e.a.s. með velvilja almennings og því eigi að nýta þá betur fötluðum til betra lífs. Það er eins og æði margir séu í „þægilegu“ starfi við að gera sem allra minnst í því að setja sig í spor sinna minnstu bræðra. Vissulega hefur ýmislegt verið gert í aðgengismálum bæði í tækni og umferlismálum en öryrkjar lifa ekki á því né borða út á það. Og ef öryrkja líður stöðugt illa yfir fátækt sinni þá skiptir aðgengið litlu sem engu og öryrkinn einangrast, fátæktarmein er einsemdarmein. Til að auka baráttuandann og berja sér hugrekki í brjóst ættu öryrkjar að eiga eins og eina götu eyrnamerkta málstaðnum niðri í miðbæ til að auka sýnileika sinn, og koma þar reglulega saman. Ef réttindabarátta öryrkja og aldraðra væri á pari við stöðu samkynhneigðra hérlendis væri kaup og kjör þeirra mun betri. Auk þess fengju öryrkjar og aldraðir að mála myndir af hjálpartækjunum sínum á helstu göngugötur borgarinnar. Síðan er nauðsynlegt að fá helstu fyrirtæki í landinu í lið með sér líkt og hinsegin fólk gerir. Gaman væri ef t.d. fólk breytti prófílmynd sinni á samfélagsmiðlum líkt og þeir gera reglulega fyrir samkynhneigða og hengdu mynd af helstu hjálpartækjum um hálsinn á sér. Og Kauphöllin myndi lýsa upp helstu hjápartæki öryrkja á byggingunni líkt og þeir gera með regnbogann fyrir samkynhneigða. Þeir gætu jafnvel látið slagorðið fylgja með mynd af hjálpartækjunum „átt þú svona dót“. Það þarf alveg nýja hugsun í réttindabaráttu öryrkja og það þarf ekki að upphefja aðra bótahópa umfram aðra í samfélaginu, með því er um leið verið að vanvirða og níðast á hinum sbr. öryrkja og eldri borgara. Samtök launafólks vilja tæma alla sparibauka ríkissjóðs og skuldsetja hann enn meira strax, sem hefur aldrei verið skynsamlegt og allra síst í þeirri stöðu sem uppi er nú. Það má ekki nota Covid sem hækju fyrir allt sem miður fer í stað þess að finna skapandi lausnir. Ríkissjóður er ekki fljótandi gullæð og það mun mest bitna á farsæld minnihlutahópa á komandi tímum ef fjárlagaholan verði það djúp að mannshöndin nær ekki ofan í hana sökum bráðlætis sérhagsmunahópa. Á þetta hefur verið ítrekað bent í öllum sögubókum og eru þær til á bókasafni sannleikans og ASÍ. Stjórnmálamenn margir hverjir eru með meistarapróf úr Eftirhermuskólanum því þeir stagglast ítrekað á frasanum „fordómalausar aðstæður“ með hendur í vösum og stígandi á skóreimar sínar líkt og unglingurinn í föðurtúnum. Á sama tíma eru flestir öryrkjar með meistarapróf í Umburðarlyndisstjórnun og því er þeirra frasi, „fordómarnir eru allstaðar“ og skilningurinn eftir því. Það er ömurleg staðreynd engu að síður að margur öryrkinn og eldri borgarinn upplifa sig einskis virði í samfélaginu sem er napurlegt fyrir okkar lægstu bræður og systur. Mátum skó hinna þjáðu áður en við byrjum að níða hann af þeim. Jöfnum bótakerfið í stað þess að breikka bil óhamingjunar innan þess. Og nú þegar hægt hefur á efnahagslífinu þá er allt hægt í jákvæðri merkingu þess síðasta orðs. Virkjum okkar dýrmætasta afl, ímyndunaraflið til góðra verka, sköpunar og ekki síst samkenndar og samlíðunar. Til að tryggja að lífið verði aldrei verðlaust né óþarfa ruglingslegt er lífsnauðsyn að skapa sér góða yfirsýn. Í því sambandi er nauðsynlegt að þeir sem taka til máls í umræðunni um framanritað fækki blindgötuferðunum og staldri við með bæði augun opin á stóru umferðareyjunum lýðnum til heilla í stað þess að ala á misskiptingu. Og að lokum er gott að hafa í huga að þegar gleðin býr í hjartslættinum er lífsgangan létt og spennandi með eða án hjálpartækja.Höfundur er sjávarútvegsfræðingur sem stefnir á doktorsnám í Umburðarlyndisstjórnun.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun