Fjalla um yfirlýsinguna hjá Anníe Mist frá því í byrjun vikunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er búin að taka stóra ákvörðun og ætlar að byrja að keppa aftur í CrossFit á árinu 2021. Hér er hún að auglýsa Nuun á Instagram síðunni sinni. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir stoppar stutt við í íþróttamannaráði CrossFit samtakanna því hún hefur gefið það út að hún ætli að byrja aftur að keppa á árinu 2021. Morning Chalk Up fjallaði um yfirlýsingu Anníe Mistar og velti fyrir sér framhaldinu hjá íslensku CrossFit goðsögninni. „Það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær Þórisdóttir myndi snúa aftur í keppni,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist þann 11. ágúst síðastliðinn þannig að yfirlýsingum um endurkomuna kom innan við mánuði síðar. „Stóra spurningin var því hversu langt frí hún myndi taka sér eftir fæðinguna áður en hún færi að undirbúa sig fyrir keppni. Svarið er ekki lengi,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. View this post on Instagram In an Instagram post on Monday, two-time Fittest Woman on Earth Annie Thorisdottir announced that her first term as a founding member of the newly formed CrossFit Games Athlete Advisory Council would come to an end at the end of the year. The reason for her stepping down from the AAC is to concentrate on training for the 2021 CrossFit season and to qualify for the Games. (LINK IN BIO) - @anniethorisdottir / @pcthecrazyasian - #crossfit #crossfitgames #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Sep 9, 2020 at 7:30am PDT Anníe Mist fylgir þar með í fótspor Ástralans Köru Saunders sem tryggði sér sæti á heimsleikunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sína dóttur. Kara Saunders náði tólfta sæti í „The Open“ en Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru þar í efstu tveimur sætunum. Anníe Mist Þórisdóttir er 31 árs gömul, hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Nú ætlar hún sér að tryggja sér sæti á tólftu heimsleikunum á ferlinum sem yrði magnaður árangur. „Annie Mist verður í AAC ráðinu í stuttan tíma og það er ekki vitað hver áhrif hennar eru þar. Hins vegar mun missir ráðsins þýða mögulega að samtök atvinnuíþróttafólks í hreysti, Professional Fitness Athlete Associations, muni græða. Í færslu sinni þá minntist Anníe á PFAA og að hún myndi mögulega hjálpa þeim samtökum í samskiptunum við höfuðstöðvar CrossFit,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. View this post on Instagram 2020 has been a tumultuous year - also in the world of CrossFit We fought for change within and I am excited about the steps that HQ has taken so far and very proud to take part in shaping the future of our incredible sport. I am a part of the Athlete Advisory Counsel - after over 10 years in the sport I hope I have some good things to contribute with. PFAA, pro fitness athlete association, has been formed and will hopefully play a big role in the future as well. My first term on the AAC will be over at the end of the year 2020 as my active season starts again 2021 @crossfitgames @crossfit @pfaassociation #brightfuture #everyoneshouldhaveavoice A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 7, 2020 at 7:47am PDT Þar kemur fram að þeir sem eru í íþróttamannaráðinu mega ekki vera að keppa á sama tíma. Það er náttúrulega aðalástæðan fyrir því að Anníe Mist kveður svo snemma. Hún ætlar sér enn að bæta við stórglæsilega ferilskrá sína. „Með því að hafa eina stærstu goðsögn íþróttarinnar með sér í liði, með sambönd báðum megin við borðið, þá ætti það að hjálpa enn frekar að þróa og stækka sportið,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir stoppar stutt við í íþróttamannaráði CrossFit samtakanna því hún hefur gefið það út að hún ætli að byrja aftur að keppa á árinu 2021. Morning Chalk Up fjallaði um yfirlýsingu Anníe Mistar og velti fyrir sér framhaldinu hjá íslensku CrossFit goðsögninni. „Það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær Þórisdóttir myndi snúa aftur í keppni,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist þann 11. ágúst síðastliðinn þannig að yfirlýsingum um endurkomuna kom innan við mánuði síðar. „Stóra spurningin var því hversu langt frí hún myndi taka sér eftir fæðinguna áður en hún færi að undirbúa sig fyrir keppni. Svarið er ekki lengi,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. View this post on Instagram In an Instagram post on Monday, two-time Fittest Woman on Earth Annie Thorisdottir announced that her first term as a founding member of the newly formed CrossFit Games Athlete Advisory Council would come to an end at the end of the year. The reason for her stepping down from the AAC is to concentrate on training for the 2021 CrossFit season and to qualify for the Games. (LINK IN BIO) - @anniethorisdottir / @pcthecrazyasian - #crossfit #crossfitgames #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Sep 9, 2020 at 7:30am PDT Anníe Mist fylgir þar með í fótspor Ástralans Köru Saunders sem tryggði sér sæti á heimsleikunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sína dóttur. Kara Saunders náði tólfta sæti í „The Open“ en Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru þar í efstu tveimur sætunum. Anníe Mist Þórisdóttir er 31 árs gömul, hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Nú ætlar hún sér að tryggja sér sæti á tólftu heimsleikunum á ferlinum sem yrði magnaður árangur. „Annie Mist verður í AAC ráðinu í stuttan tíma og það er ekki vitað hver áhrif hennar eru þar. Hins vegar mun missir ráðsins þýða mögulega að samtök atvinnuíþróttafólks í hreysti, Professional Fitness Athlete Associations, muni græða. Í færslu sinni þá minntist Anníe á PFAA og að hún myndi mögulega hjálpa þeim samtökum í samskiptunum við höfuðstöðvar CrossFit,“ segir í greininni á Morning Chalk Up. View this post on Instagram 2020 has been a tumultuous year - also in the world of CrossFit We fought for change within and I am excited about the steps that HQ has taken so far and very proud to take part in shaping the future of our incredible sport. I am a part of the Athlete Advisory Counsel - after over 10 years in the sport I hope I have some good things to contribute with. PFAA, pro fitness athlete association, has been formed and will hopefully play a big role in the future as well. My first term on the AAC will be over at the end of the year 2020 as my active season starts again 2021 @crossfitgames @crossfit @pfaassociation #brightfuture #everyoneshouldhaveavoice A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 7, 2020 at 7:47am PDT Þar kemur fram að þeir sem eru í íþróttamannaráðinu mega ekki vera að keppa á sama tíma. Það er náttúrulega aðalástæðan fyrir því að Anníe Mist kveður svo snemma. Hún ætlar sér enn að bæta við stórglæsilega ferilskrá sína. „Með því að hafa eina stærstu goðsögn íþróttarinnar með sér í liði, með sambönd báðum megin við borðið, þá ætti það að hjálpa enn frekar að þróa og stækka sportið,“ segir í greininni á Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira