Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:07 Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu. Þó liggur ekki fyrir hvort þær hafi brotið af sér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga. Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga.
Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06