Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:07 Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu. Þó liggur ekki fyrir hvort þær hafi brotið af sér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga. Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga.
Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06