Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:07 Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu. Þó liggur ekki fyrir hvort þær hafi brotið af sér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga. Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga.
Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06