Eyjamaðurinn fær að glíma við Íslandsmeistarann í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:15 Róbert Daði Sigurþórsson varð í vor fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta! Mynd/KSÍ Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00. Rafíþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00.
Rafíþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira