„Hendi guðs“ var hluti af Pho-show í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 13:15 Phoenetia Browne er landsliðskona frá Sankti Kitts og Nevis. Skjámynd/S2 Sport FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira