Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 23:24 Slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu. AP/Noah Berger Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira