Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2020 18:59 Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir um sjötíu starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þeirra fjölmörgu verkefna sem unnini séu hjá stofnuninni. Stöð 2/Baldur Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent