Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 12:37 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira