Hálfsorglegt að skapa meting með samanburði á Covid-19 við aðra sjúkdóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 15:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér finnist hálfsorglegt að einhverjir reyni að skapa meting á milli sjúkdóma með því að bera saman afleiðingar Covid-19 við aðra sjúkdóma. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag þar sem hann ræddi sérstaklega um hversu varhugavert það væri að bera saman dánarhlutföll mismunandi sjúkdóma við Covid-19. „Mér finnst líka hálfsorglegt að sjá að menn eru kannski að bera saman afleiðingar þessa sjúkdóms saman við aðra sjúkdóma og skapa þannig hálfgerðan meting á milli sjúkdóma,“ sagði Þórólfur sem benti á slíkur samanburður væri ekki sanngjarn, þar sem allt væri gert innan skynsamlegra marka til þess að lágmarka áhættu sem fylgir sýkingum og öðrum sjúkdómum. „Menn voru að tala um hversu margir deyja hér á Íslandi ári af völdum lungnabólgu með inflúensu. Það er fjöldi. Það deyr alltaf einhver úr einhverju. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði útbreidd þannig að dánartalan verði mjög há,“ sagði Þórólfur um Covid-19. Markmið stjórnvalda með hörðum aðgerðum væri að stoppa útbreiðsluna til þess að byrja með, til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þess að margir sýkist af veirunni í einu með tilheyrandi dánartíðni og álagi á heilbrigðiskerfið. „Ef að þetta er orðið útbreitt, þá fáum við þessar afleiðingar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér finnist hálfsorglegt að einhverjir reyni að skapa meting á milli sjúkdóma með því að bera saman afleiðingar Covid-19 við aðra sjúkdóma. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag þar sem hann ræddi sérstaklega um hversu varhugavert það væri að bera saman dánarhlutföll mismunandi sjúkdóma við Covid-19. „Mér finnst líka hálfsorglegt að sjá að menn eru kannski að bera saman afleiðingar þessa sjúkdóms saman við aðra sjúkdóma og skapa þannig hálfgerðan meting á milli sjúkdóma,“ sagði Þórólfur sem benti á slíkur samanburður væri ekki sanngjarn, þar sem allt væri gert innan skynsamlegra marka til þess að lágmarka áhættu sem fylgir sýkingum og öðrum sjúkdómum. „Menn voru að tala um hversu margir deyja hér á Íslandi ári af völdum lungnabólgu með inflúensu. Það er fjöldi. Það deyr alltaf einhver úr einhverju. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði útbreidd þannig að dánartalan verði mjög há,“ sagði Þórólfur um Covid-19. Markmið stjórnvalda með hörðum aðgerðum væri að stoppa útbreiðsluna til þess að byrja með, til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þess að margir sýkist af veirunni í einu með tilheyrandi dánartíðni og álagi á heilbrigðiskerfið. „Ef að þetta er orðið útbreitt, þá fáum við þessar afleiðingar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22