Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 15:00 Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira