Ágústa Eva um samstarfið: „Hann segir bara já og amen elskan mín“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2020 11:46 Ágústa Eva og Gunni Hilmars meðlimir hljómsveitarinnar Sycamore Tree tala um samstarfið, nýja lagið og væntanlegar plötur. Saga Sig „Samstarfið gengur hnökralaust fyrir sig sem ég rek rakleitt til Gunna, hann er einn ljúfasti og opnasti maður sem ég hef kynnst. Hann segir bara já og amen elskan mín og brosir við öllu því sem hendist í hans fang frá mér,“ segir söngkonan Ágústa Eva um samstarf hennar og Gunna Hilmars. Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda dúettinn Sycamore Tree og hafa þau verið starfandi síðan 2016. „Það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Tvær plötur væntanlegar en Covid ástandið hefur auðvitað seinkað öllu ferlinu hjá okkur,“ segir Gunni, en hljómsveitin sendi frá sér lagið, Home again, síðasta föstudag. Lagið er af væntanlegri kántrý plötu Sycamore Tree sem mun bera nafnið Western Sessions og segir Gunni hugmyndina að laginu hafa kviknað eftir samtal við vin. „Það má segja að þetta séu einhvers konar vangaveltur um það að leita inn á við og vera sáttur í eigin skinni. Textinn fjallar um að leita langt yfir skammt og að týna sjálfum sér á leiðinni, eins og getur gerst hjá svo mörgum. Textinn varð til eftir samtal við vin þegar hann sagði mér að eftir að hafa búið á mörgum stöðum í heiminum og leitað af ástinni og hamingjunni í tvo áratugi, væri hann að hugsa um að flytja aftur heim.“ Þetta fékk mig til að pæla í því hvað það eru margir sem enda aftur nálægt heimahögum sínum eftir leitina af sjálfum sér. „Erum við að leita langt yfir skammt? Er kannski það sem við þurfum eða teljum okkur þurfa, rétt hjá okkur allan tímann? Er þetta ferðalag allt saman bara leiðin heim?“ Þó svo að Gunni semji flesta texta og lög hljómsveitarinnar segir hann samvinnu þeirra Ágústu mjög mikilvæga og nána þegar kemur að lokaútkomu laganna. „Ég samdi lagið og textann við Home again en við erum búin að vera að forma lagið saman í yfir ár. Þannig er vinnuferlið alltaf hjá okkur. Við finnum bestu leiðirnar saman í ró og næði.“ Platan Western Sessions er væntanlega á næstu mánuðum en lagið Home Again er eitt af lögum plötunnar. Saga Sig Tvær plötur eru í vinnslu hjá hljómsveitinni og segir Gunni að Covid ástandið hafi eðlilega seinkað öllu útgáfuferlinu. „Báðar plöturnar koma út á næstu mánuðum. Við erum að ákveða dagsetningar og þess háttar á næstu dögum en auðvitað hefur Covid áhrif á allan undirbúning. Við erum samt á fullu að hittast og undirbúa og það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Gunni. Aðspurð hvort Ágústu finnist mikilvægt að tengja sjálf við textana og lögin sem hún flytur, segir Ágústa það svo sannarlega vera þannig. „Fyrir mig að minnsta kosti verð ég að geta tengt á einhvern hátt við verkið svo ég geti miðlað efninu og inntakinu heiðarlega. Ég á mjög bágt með að taka að mér verkefni sem ég tengi ekki við, þá líður mér bara eins og rollu. Þannig að já, ég tengi.“ Gunni er alveg búinn að læra af því að reyna að láta mig syngja lög eða texta sem ég fíla ekki, ég efast um að hann reyni það aftur, haha! Hvernig gengur ykkur að vinna saman? „Samstarfið okkar gengur hnökralaust fyrir sig sem ég rek rakleitt til Gunna, hann er einn ljúfasti og opnasti maður sem ég hef kynnst. Hann segir bara já og amen elskan mín og brosir við öllu því sem hendist í hans fang frá mér, hvort sem það er gott eða slæmt.“ segir Ágústa og bætir því við að ef allir menn væru eins og Gunni væru skilnaðarlögfræðingar óþarfi. „Maðurinn finnur lausnir á öllu og gerir og gott betra.“ Ágústa segir mikilvægt fyrir sig sem söngkonu að geta tengt við bæði textann og lagið til að gera það persónulegt og ná að þannig að hreyfa við hlustendum. Saga Sig Að gera lögin persónuleg, segir Ágústa vera hlutverk söngvarans og mikilvægt að þau veki upp tilfinningar, bæði hjá flytjanda og hlustanda. „Höfundar eru almennt með einhverja ákveðna hugmynd um hvað textinn þeirra fjallar. Tónlistin og inntakið í okkar tónlist er einhvernveginn af þeim toga að hann verður persónulegur í eyrum þeirra sem heyra hana, eða það er mín tilfinning allavega. Inntakið verður persónulegt hvort sem það er textinn eða sjálft lagið. Ef lagið hreyfir við þér þá er það komið inn undir hjá þér og er þar með er það orðið persónulegt á einhvern hátt.“ Hlutverk söngvara er að túlka lagið og sömuleiðis textann svo að það hafi einhverja meiningu og veki upp hjá þér ákveðnar tilfinningar,“ segir Ágústa að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Gunnar Hilmarsson fatahönnuður og tónlistarmaður talar um ástina, textana og tónlistarferilinn sem hann byrjaði um fertugt. 16. júlí 2020 20:00 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira
„Samstarfið gengur hnökralaust fyrir sig sem ég rek rakleitt til Gunna, hann er einn ljúfasti og opnasti maður sem ég hef kynnst. Hann segir bara já og amen elskan mín og brosir við öllu því sem hendist í hans fang frá mér,“ segir söngkonan Ágústa Eva um samstarf hennar og Gunna Hilmars. Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda dúettinn Sycamore Tree og hafa þau verið starfandi síðan 2016. „Það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Tvær plötur væntanlegar en Covid ástandið hefur auðvitað seinkað öllu ferlinu hjá okkur,“ segir Gunni, en hljómsveitin sendi frá sér lagið, Home again, síðasta föstudag. Lagið er af væntanlegri kántrý plötu Sycamore Tree sem mun bera nafnið Western Sessions og segir Gunni hugmyndina að laginu hafa kviknað eftir samtal við vin. „Það má segja að þetta séu einhvers konar vangaveltur um það að leita inn á við og vera sáttur í eigin skinni. Textinn fjallar um að leita langt yfir skammt og að týna sjálfum sér á leiðinni, eins og getur gerst hjá svo mörgum. Textinn varð til eftir samtal við vin þegar hann sagði mér að eftir að hafa búið á mörgum stöðum í heiminum og leitað af ástinni og hamingjunni í tvo áratugi, væri hann að hugsa um að flytja aftur heim.“ Þetta fékk mig til að pæla í því hvað það eru margir sem enda aftur nálægt heimahögum sínum eftir leitina af sjálfum sér. „Erum við að leita langt yfir skammt? Er kannski það sem við þurfum eða teljum okkur þurfa, rétt hjá okkur allan tímann? Er þetta ferðalag allt saman bara leiðin heim?“ Þó svo að Gunni semji flesta texta og lög hljómsveitarinnar segir hann samvinnu þeirra Ágústu mjög mikilvæga og nána þegar kemur að lokaútkomu laganna. „Ég samdi lagið og textann við Home again en við erum búin að vera að forma lagið saman í yfir ár. Þannig er vinnuferlið alltaf hjá okkur. Við finnum bestu leiðirnar saman í ró og næði.“ Platan Western Sessions er væntanlega á næstu mánuðum en lagið Home Again er eitt af lögum plötunnar. Saga Sig Tvær plötur eru í vinnslu hjá hljómsveitinni og segir Gunni að Covid ástandið hafi eðlilega seinkað öllu útgáfuferlinu. „Báðar plöturnar koma út á næstu mánuðum. Við erum að ákveða dagsetningar og þess háttar á næstu dögum en auðvitað hefur Covid áhrif á allan undirbúning. Við erum samt á fullu að hittast og undirbúa og það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Gunni. Aðspurð hvort Ágústu finnist mikilvægt að tengja sjálf við textana og lögin sem hún flytur, segir Ágústa það svo sannarlega vera þannig. „Fyrir mig að minnsta kosti verð ég að geta tengt á einhvern hátt við verkið svo ég geti miðlað efninu og inntakinu heiðarlega. Ég á mjög bágt með að taka að mér verkefni sem ég tengi ekki við, þá líður mér bara eins og rollu. Þannig að já, ég tengi.“ Gunni er alveg búinn að læra af því að reyna að láta mig syngja lög eða texta sem ég fíla ekki, ég efast um að hann reyni það aftur, haha! Hvernig gengur ykkur að vinna saman? „Samstarfið okkar gengur hnökralaust fyrir sig sem ég rek rakleitt til Gunna, hann er einn ljúfasti og opnasti maður sem ég hef kynnst. Hann segir bara já og amen elskan mín og brosir við öllu því sem hendist í hans fang frá mér, hvort sem það er gott eða slæmt.“ segir Ágústa og bætir því við að ef allir menn væru eins og Gunni væru skilnaðarlögfræðingar óþarfi. „Maðurinn finnur lausnir á öllu og gerir og gott betra.“ Ágústa segir mikilvægt fyrir sig sem söngkonu að geta tengt við bæði textann og lagið til að gera það persónulegt og ná að þannig að hreyfa við hlustendum. Saga Sig Að gera lögin persónuleg, segir Ágústa vera hlutverk söngvarans og mikilvægt að þau veki upp tilfinningar, bæði hjá flytjanda og hlustanda. „Höfundar eru almennt með einhverja ákveðna hugmynd um hvað textinn þeirra fjallar. Tónlistin og inntakið í okkar tónlist er einhvernveginn af þeim toga að hann verður persónulegur í eyrum þeirra sem heyra hana, eða það er mín tilfinning allavega. Inntakið verður persónulegt hvort sem það er textinn eða sjálft lagið. Ef lagið hreyfir við þér þá er það komið inn undir hjá þér og er þar með er það orðið persónulegt á einhvern hátt.“ Hlutverk söngvara er að túlka lagið og sömuleiðis textann svo að það hafi einhverja meiningu og veki upp hjá þér ákveðnar tilfinningar,“ segir Ágústa að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Gunnar Hilmarsson fatahönnuður og tónlistarmaður talar um ástina, textana og tónlistarferilinn sem hann byrjaði um fertugt. 16. júlí 2020 20:00 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira
Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Gunnar Hilmarsson fatahönnuður og tónlistarmaður talar um ástina, textana og tónlistarferilinn sem hann byrjaði um fertugt. 16. júlí 2020 20:00
50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30