Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af ungum ökumanni sem mældist á 141 kílómetra hraða í hverfi 201 í Kópavogi þar sem hámarkshraðinn er 80.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið með nokkurra daga gamalt ökuskírteini, sem hann megi nú búast við að missa.
Í tilkynningunni segir einnig frá því að nokkru fyrir klukkan 1 í nótt hafi maður verið handtekinn í miðborginni vegna gruns um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar.
Einnig segir frá þvíað einstaklingur hafi fallið í sjóinn við Hörpuna skömmu fyrir klukkan 22 líkt og sagt var frá á Vísi í gær. „Einstaklingurinn fluttur á slysadeild, en hann mun hafa verið orðinn nokkuð kaldur eftir veruna í sjónum.”
Annars segir frá miklum fjölda tilfella þar sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af miklum fjölda ökumanna sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Þá var tölvuvert um útköll vegna samkvæmishávaða í heimahúsum í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.