Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 22:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira