Í stað þeirra hundrað sem fóru bættust sex hundruð í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 15:16 Pálína ásamt kærustu sinni Maríu Kristínu í réttunum. Þær hrósa nú happi. Hundrað sem ætla má að séu þjakaðir af fordómum farnir en sex hundruð nýjir mættir til að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“ Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“
Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira