Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-4 | Blikar upp í 2. sætið Atli Freyr Arason skrifar 5. september 2020 16:50 Breiðablik - Keflavík bikarkeppni Ksí Mjólkurbikar karla Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Breiðablik er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla eftir 4-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum í dag. Það var rjómablíða í Grafarvoginum í dag en heimamenn sáu aldrei til sólar. Strax á fjórðu mínútu leiksins kemur danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen Blikum yfir en Fjölnismenn eiga þá í miklum vandræðum að koma knettinum í burtu frá marki sínu eftir hornspyrnu Breiðabliks. Í annari tilraun gerir Thomas enginn mistök og kemur Breiðabliki marki yfir. Fyrri hálfleikurinn í heild var algjörlega eign Breiðabliks. Á 18-20 mínútu fá Blikar þrjár hornspyrnur í röð og eru óheppnir að boltinn hafi ekki lekið yfir línuna í einni þeirra. Örfáum mínútum eftir hornspyrnuna kemst Thomas Mikkelsen einn í gegn á móti Atla Gunnari í marki Fjölnis eftir að Thomas kemst inn í hræðilega sendingu frá Arnórs Breka sem ætluð var Atla í markinu. Atli Gunnar gerir hins vegar virkilega vel að loka á Thomas og verja svo skot þess danska. Blikar tvöfalda svo forystu sína þegar þeir komast í 0-2 á 38. mínútu. Alexander Helgi skorar þá í autt markið eftir að Thomas Mikkelsen hefði skotið í slánna eftir frábæran undirbúning Viktor Karls á hægri kantinum. Fjölnir kom hins vegar töluvert öflugra út í síðari hálfleikinn og loksins hafði Anton Ari, markvörður Breiðabliks, eitthvað að gera í þessum leik. Stíflurnar brustu svo á 66. mínútu þegar Grétar Snær minnkar muninn fyrir heimamenn. Þá er boltanum spyrnt inn í vítateig Blika þar sem Grétar Snær mætir og kemur knettinum framhjá Antoni. Köld tuska í andlitið á Blikum sem virtust vakna aftur til lífsins eftir að hafa fengið þetta mark á sig. Fjölnismenn færa sig í kjölfarið aðeins ofar á leikvöllinn að freista þess að jafna leikinn en í leiðinni skilja þeir eftir pláss fyrir Breiðablik að sækja í sem Kópavogsbúar gerðu 10 mínútum eftir mark Fjölnis, á 75. mínútu. Þá skorar Mikkelsen frábært mark. Fyrirgjöf utan af velli frá Andra Hrafni og þrátt fyrir að standa fyrir aftan varnarmann Fjölnis sem boltinn er á leiðinni til, nær Mikkelsen einhvernvegin að klippa boltann í markið. Glæsilega gert hjá þeim danska. Örfáum mínútum síðar gulltryggir Viktor Karl 1-4 sigur Blika með fallegu marki eftir frábæra stoðsendingu frá Gísla Eyjólfs. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fara með stiginn þrjú heim í Kópavoginn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var töluvert betra liðið í dag á flestum sviðum leiksins. Fjölnir átti fínar rispur inn á milli en það dugar ekki gegn liði eins og Breiðablik. Hverjir stóðu uppúr? Thomas Mikkelsen var öðrum framar fyrir hið góða, hið vonda og hið ljóta. Thomas skoraði tvö glæsileg mörk, það seinna var sérstaklega fallegt. Thomast klúðraði líka einn á móti markmanni ásamt því að setja boltann í þversláina. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var ekki mikið að reyna á Anton Ara í marki Breiðabliks og þótti mjög hægur á köflum. Á sama skapi átti varnarleikur Fjölnis enginn svör við sprækum Thomas Mikkelsen í dag. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik gegn KR í 8-liða úrslitum bikarsins næsta fimmtudag. Fjölnir spilar næst deildarleik gegn Gróttu mánudaginn 14. september í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag. Hans Viktor: Þetta er endurtekin saga aftur og aftur Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis var skiljanlega ekki glaður með enn einn ósigur Fjölnismanna í sumar. „Ég er bara dálítið svekktur. Annað markið sem við gefum þeim er rosalega klaufalegt. Svo komum við bara mjög gíraðir í seinni hálfleikinn. Náum að setja eitt mark og mómentið er með okkur en svo kemur þriðja markið og það slekkur alveg í okkur. Það er leiðinlegt að tapa 1-4 á heimavelli,“ sagði Hans Viktor fúll í leikslok. Fjölnir voru mjög öflugir í upphafi fyrri hálfleiks og alveg fram að marki Breiðabliks. Hans telur að þriðja mark Blika spili þar stóra rullu. „Eins og ég segi þá held ég að þriðja mark þeirra hafi slökkt alveg í okkur. Þetta hefur gerst margs oft í sumar, þetta er endurtekin saga aftur og aftur. Þetta getur verið erfitt en við eigum samt ekki að hætta. Þriðja markið sló okkur aðeins út af laginu,“ sagði Hans um markið sem Thomas Mikkelsen skoraði. Næsti leikur Fjölnis er gífurlega mikilvægur en þá mæta þeir Gróttu í 6 stiga fallbaráttuslag en bæði liðin eru í fallsætum eins og er. Fyrirliðinn býst við erfiðum leik þegar hann er spurður út í mánudaginn næsta. „Þetta er bara 50/50 leikur og verður algjör hörku leikur,“ sagði Hans Viktor að lokum. Höskuldur: Þegar blóðið er komið í treyjuna þá varð ég bara að skipta Höskuldur Gunnlaugsson átti fínan leik með Blikum í dag. „Ég er sáttur með 3 stig. Góð frammistaða mestmegnis í leiknum,“ sagði Höskuldur ánægður í leikslok. Höskuldur neyddist til að fara af leikvelli í stutta stund á 35 mínútu til að fara úr sinni treyju og í nýja keppnistreyju vegna blóðnasa. Aðspurður út í þetta atvik sagði Höskuldur: „ég er bara með eitthvað sár sem er svolítið að rifna upp þegar ég fer í ákefð. Svo fékk ég smá högg þannig ég þurfti stanslaust að vera að troða einhverjum bómull upp í nös og svo þegar blóðið var komið í treyjuna þá varð ég bara að skipta. Það er ekkert flóknara en það.“ Breiðablik á næst mikilvægan leik gegn KR-ingum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Höskuldur er spenntur fyrir þessum stóra leik á Kópavogsvelli. „Bikarleikir eru alltaf skemmtilegir. Við erum með heimaleik og ef það er búið að létta af áhorfanda takmörkum og fleiri geta mætt þá er það bara geggjað. Þetta verður flottur leikur og ég hlakka til,“ sagði Höskuldur í viðtali eftir leik. Ásmundur: Við búumst alltaf við sigri í næsta leik Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var vissulega ekki ánægður að fá ekkert úr leik liðana í dag. „Við erum mjög svekktir með niðurstöðuna. Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik að mörgu leyti. Við gefum þeim frekar ódýr mörk sem við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir. Svo náum við að setja á þá mark og í stöðunni 1-2 erum við bara frekar líklegir að koma til baka eins og oft er. Eftir að þeir setja þriðja markið sem þeir gera vel þá er í raun bara eitt lið á vellinum,“ sagði Ási í leikslok. Fjölnismenn voru hættulegir í upphafi seinni hálfleik en Breiðablik tók seinna öll völd á leiknum, aftur. Ási var spurður af hverju Fjölnir náði ekki betra taki á leiknum. „Við hættum eftir að þeir setja sitt þriðja mark. Mikkelsen klára það vel, það er þá sem að botninn dettur úr þessu. Við vorum alls ekki hættir í stöðunni 1-2, þá erum við bara að reyna að sækja jöfnunarmark og meira til ef það var hægt,“ sagði Ásmundur. Næsti leikur Fjölnis er sennilega mikilvægasti leikurinn þeirra á tímabilinu. Útileikur gegn Gróttu. „Það er bara leikur eins og allir aðrir. Það eru stig í boði og ég held að 9 leikir séu eftir. Við þurfum bara að fara að safna stigum eins fljótt og mögulegt er.“ Sagði Ási aðspurður í næsta leik. Fréttamaður spurði þá í kjölfarið hvort að aðdáendur Fjölnis gætu fengið að sjá fyrsta deildarsigur liðsins í þeim leik, svaraði Ásmundur: „Já við búumst alltaf við sigri í næsta leik.“ Óskar Hrafn: Breiðablik og KR tvö af bestu liðum landsins Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var kátur með sigurinn. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leik. „Ég er sáttur með þrjú stig. Það er það sem situr eftir,“ sagði Óskar. Blikar áttu sigurinn skilið og voru betra liðið heilt yfir. Þeir komu þó slakir út í byrjun seinni hálfleiks og virtust ekki komast í gang fyrr en Fjölnir skorar mark á þá. Óskar varð spurður hvers vegna það væri. „Þetta er bara frábær spurning. Ég er bara hjartanlega sammála. Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, við byrjuðum hann einhvern veginn á afturfótunum og það þurfti þetta mark til þess að vekja liðið og það er alltaf varasamt. Þetta hefur svolítið verið okkar saga í sumar að við byrjum seinni hálfleikinn illa. Ef ég væri með svar við þessari spurningu þá værum við sennilega búnir að leysa þetta en þetta er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Óskar aðspurður um frammistöðu sinna leikmanna í upphafi síðari hálfleiks. Thomas Mikkelsen var frábær í liði Breiðabliks eins og svo oft áður. Óskar kvartar ekki yfir því að vera með svona leikmann í sínu liði. „Það er mjög gott að hafa hann. Hann er þarna til að skora mörk og hann gerir það,“ spurður út í frammistöðu Mikkelsen í dag. Næsti leikur Breiðabliks er stórleikur gegn KR í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og er Óskar að eigin sögn spenntur fyrir þessum leik. „Það verður mjög erfiður leikur. Tvö af bestu liðum landsins mætast og ekkert nema tilhlökkun í því. Menn eru í þessu til að spila svona leiki. KR í 8 liða úrslitum bikarsins á Kópavogsvelli er ekki neitt nema veisla en við vitum að við þurfum að vera í okkar allra besta formi til að vinna,“ sagði Óskar fullur tilhlökkunar eftir leik. Fjölnir Breiðablik Pepsi Max-deild karla
Breiðablik er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla eftir 4-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum í dag. Það var rjómablíða í Grafarvoginum í dag en heimamenn sáu aldrei til sólar. Strax á fjórðu mínútu leiksins kemur danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen Blikum yfir en Fjölnismenn eiga þá í miklum vandræðum að koma knettinum í burtu frá marki sínu eftir hornspyrnu Breiðabliks. Í annari tilraun gerir Thomas enginn mistök og kemur Breiðabliki marki yfir. Fyrri hálfleikurinn í heild var algjörlega eign Breiðabliks. Á 18-20 mínútu fá Blikar þrjár hornspyrnur í röð og eru óheppnir að boltinn hafi ekki lekið yfir línuna í einni þeirra. Örfáum mínútum eftir hornspyrnuna kemst Thomas Mikkelsen einn í gegn á móti Atla Gunnari í marki Fjölnis eftir að Thomas kemst inn í hræðilega sendingu frá Arnórs Breka sem ætluð var Atla í markinu. Atli Gunnar gerir hins vegar virkilega vel að loka á Thomas og verja svo skot þess danska. Blikar tvöfalda svo forystu sína þegar þeir komast í 0-2 á 38. mínútu. Alexander Helgi skorar þá í autt markið eftir að Thomas Mikkelsen hefði skotið í slánna eftir frábæran undirbúning Viktor Karls á hægri kantinum. Fjölnir kom hins vegar töluvert öflugra út í síðari hálfleikinn og loksins hafði Anton Ari, markvörður Breiðabliks, eitthvað að gera í þessum leik. Stíflurnar brustu svo á 66. mínútu þegar Grétar Snær minnkar muninn fyrir heimamenn. Þá er boltanum spyrnt inn í vítateig Blika þar sem Grétar Snær mætir og kemur knettinum framhjá Antoni. Köld tuska í andlitið á Blikum sem virtust vakna aftur til lífsins eftir að hafa fengið þetta mark á sig. Fjölnismenn færa sig í kjölfarið aðeins ofar á leikvöllinn að freista þess að jafna leikinn en í leiðinni skilja þeir eftir pláss fyrir Breiðablik að sækja í sem Kópavogsbúar gerðu 10 mínútum eftir mark Fjölnis, á 75. mínútu. Þá skorar Mikkelsen frábært mark. Fyrirgjöf utan af velli frá Andra Hrafni og þrátt fyrir að standa fyrir aftan varnarmann Fjölnis sem boltinn er á leiðinni til, nær Mikkelsen einhvernvegin að klippa boltann í markið. Glæsilega gert hjá þeim danska. Örfáum mínútum síðar gulltryggir Viktor Karl 1-4 sigur Blika með fallegu marki eftir frábæra stoðsendingu frá Gísla Eyjólfs. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fara með stiginn þrjú heim í Kópavoginn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var töluvert betra liðið í dag á flestum sviðum leiksins. Fjölnir átti fínar rispur inn á milli en það dugar ekki gegn liði eins og Breiðablik. Hverjir stóðu uppúr? Thomas Mikkelsen var öðrum framar fyrir hið góða, hið vonda og hið ljóta. Thomas skoraði tvö glæsileg mörk, það seinna var sérstaklega fallegt. Thomast klúðraði líka einn á móti markmanni ásamt því að setja boltann í þversláina. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var ekki mikið að reyna á Anton Ara í marki Breiðabliks og þótti mjög hægur á köflum. Á sama skapi átti varnarleikur Fjölnis enginn svör við sprækum Thomas Mikkelsen í dag. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik gegn KR í 8-liða úrslitum bikarsins næsta fimmtudag. Fjölnir spilar næst deildarleik gegn Gróttu mánudaginn 14. september í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag. Hans Viktor: Þetta er endurtekin saga aftur og aftur Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis var skiljanlega ekki glaður með enn einn ósigur Fjölnismanna í sumar. „Ég er bara dálítið svekktur. Annað markið sem við gefum þeim er rosalega klaufalegt. Svo komum við bara mjög gíraðir í seinni hálfleikinn. Náum að setja eitt mark og mómentið er með okkur en svo kemur þriðja markið og það slekkur alveg í okkur. Það er leiðinlegt að tapa 1-4 á heimavelli,“ sagði Hans Viktor fúll í leikslok. Fjölnir voru mjög öflugir í upphafi fyrri hálfleiks og alveg fram að marki Breiðabliks. Hans telur að þriðja mark Blika spili þar stóra rullu. „Eins og ég segi þá held ég að þriðja mark þeirra hafi slökkt alveg í okkur. Þetta hefur gerst margs oft í sumar, þetta er endurtekin saga aftur og aftur. Þetta getur verið erfitt en við eigum samt ekki að hætta. Þriðja markið sló okkur aðeins út af laginu,“ sagði Hans um markið sem Thomas Mikkelsen skoraði. Næsti leikur Fjölnis er gífurlega mikilvægur en þá mæta þeir Gróttu í 6 stiga fallbaráttuslag en bæði liðin eru í fallsætum eins og er. Fyrirliðinn býst við erfiðum leik þegar hann er spurður út í mánudaginn næsta. „Þetta er bara 50/50 leikur og verður algjör hörku leikur,“ sagði Hans Viktor að lokum. Höskuldur: Þegar blóðið er komið í treyjuna þá varð ég bara að skipta Höskuldur Gunnlaugsson átti fínan leik með Blikum í dag. „Ég er sáttur með 3 stig. Góð frammistaða mestmegnis í leiknum,“ sagði Höskuldur ánægður í leikslok. Höskuldur neyddist til að fara af leikvelli í stutta stund á 35 mínútu til að fara úr sinni treyju og í nýja keppnistreyju vegna blóðnasa. Aðspurður út í þetta atvik sagði Höskuldur: „ég er bara með eitthvað sár sem er svolítið að rifna upp þegar ég fer í ákefð. Svo fékk ég smá högg þannig ég þurfti stanslaust að vera að troða einhverjum bómull upp í nös og svo þegar blóðið var komið í treyjuna þá varð ég bara að skipta. Það er ekkert flóknara en það.“ Breiðablik á næst mikilvægan leik gegn KR-ingum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Höskuldur er spenntur fyrir þessum stóra leik á Kópavogsvelli. „Bikarleikir eru alltaf skemmtilegir. Við erum með heimaleik og ef það er búið að létta af áhorfanda takmörkum og fleiri geta mætt þá er það bara geggjað. Þetta verður flottur leikur og ég hlakka til,“ sagði Höskuldur í viðtali eftir leik. Ásmundur: Við búumst alltaf við sigri í næsta leik Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var vissulega ekki ánægður að fá ekkert úr leik liðana í dag. „Við erum mjög svekktir með niðurstöðuna. Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik að mörgu leyti. Við gefum þeim frekar ódýr mörk sem við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir. Svo náum við að setja á þá mark og í stöðunni 1-2 erum við bara frekar líklegir að koma til baka eins og oft er. Eftir að þeir setja þriðja markið sem þeir gera vel þá er í raun bara eitt lið á vellinum,“ sagði Ási í leikslok. Fjölnismenn voru hættulegir í upphafi seinni hálfleik en Breiðablik tók seinna öll völd á leiknum, aftur. Ási var spurður af hverju Fjölnir náði ekki betra taki á leiknum. „Við hættum eftir að þeir setja sitt þriðja mark. Mikkelsen klára það vel, það er þá sem að botninn dettur úr þessu. Við vorum alls ekki hættir í stöðunni 1-2, þá erum við bara að reyna að sækja jöfnunarmark og meira til ef það var hægt,“ sagði Ásmundur. Næsti leikur Fjölnis er sennilega mikilvægasti leikurinn þeirra á tímabilinu. Útileikur gegn Gróttu. „Það er bara leikur eins og allir aðrir. Það eru stig í boði og ég held að 9 leikir séu eftir. Við þurfum bara að fara að safna stigum eins fljótt og mögulegt er.“ Sagði Ási aðspurður í næsta leik. Fréttamaður spurði þá í kjölfarið hvort að aðdáendur Fjölnis gætu fengið að sjá fyrsta deildarsigur liðsins í þeim leik, svaraði Ásmundur: „Já við búumst alltaf við sigri í næsta leik.“ Óskar Hrafn: Breiðablik og KR tvö af bestu liðum landsins Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var kátur með sigurinn. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leik. „Ég er sáttur með þrjú stig. Það er það sem situr eftir,“ sagði Óskar. Blikar áttu sigurinn skilið og voru betra liðið heilt yfir. Þeir komu þó slakir út í byrjun seinni hálfleiks og virtust ekki komast í gang fyrr en Fjölnir skorar mark á þá. Óskar varð spurður hvers vegna það væri. „Þetta er bara frábær spurning. Ég er bara hjartanlega sammála. Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, við byrjuðum hann einhvern veginn á afturfótunum og það þurfti þetta mark til þess að vekja liðið og það er alltaf varasamt. Þetta hefur svolítið verið okkar saga í sumar að við byrjum seinni hálfleikinn illa. Ef ég væri með svar við þessari spurningu þá værum við sennilega búnir að leysa þetta en þetta er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Óskar aðspurður um frammistöðu sinna leikmanna í upphafi síðari hálfleiks. Thomas Mikkelsen var frábær í liði Breiðabliks eins og svo oft áður. Óskar kvartar ekki yfir því að vera með svona leikmann í sínu liði. „Það er mjög gott að hafa hann. Hann er þarna til að skora mörk og hann gerir það,“ spurður út í frammistöðu Mikkelsen í dag. Næsti leikur Breiðabliks er stórleikur gegn KR í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og er Óskar að eigin sögn spenntur fyrir þessum leik. „Það verður mjög erfiður leikur. Tvö af bestu liðum landsins mætast og ekkert nema tilhlökkun í því. Menn eru í þessu til að spila svona leiki. KR í 8 liða úrslitum bikarsins á Kópavogsvelli er ekki neitt nema veisla en við vitum að við þurfum að vera í okkar allra besta formi til að vinna,“ sagði Óskar fullur tilhlökkunar eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti