Úrsögn úr stéttarfélagi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 4. september 2020 14:00 Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun