Gamli söngurinn farinn að hljóma á ný Drífa Snædal skrifar 4. september 2020 13:00 Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar