Spá því að Ísland muni eiga þrjá af tíu keppendum í ofurúrslitunum leikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:00 Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra og er aftur spáð góðu gengi í ár. Hér er hann með hinum verðlaunahöfunum 2019. Mynd/Instagram Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte. CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira