Forsætisráðherra segir ekki á dagskrá ríkisstjórnar að fresta launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 12:03 Það tók mikið á að ganga frá lífskjarasamningunum svo kölluðu á borði ríkissáttasemjara í fyrra sem samgönguráðherra hefur lagt fram hugmyndir um að breyta. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29
„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53
Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17