Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík opnar við Hverfisgötu 18A í dag eftir að hafa verið til húsa við Hverfisgötu 50 og 78 undanfarin ár. Snorri Björns Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns
Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira