Arnór Guðjohnsen stalst til að spila og kom Íslandi yfir á móti Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:30 Mynd af Arnóri Guðjohnsen að koma Íslandi yfir á móti Englandi var á forsíðu Tímans eins og sjá má hér. Skjámynd/Tíminn af timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira