Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 06:54 Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious. Bandaríkin Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious.
Bandaríkin Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira