Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 21:07 Kári Stefánsson segir í samtali við Vísi að ýmis skilaboð megi lesa í niðurstöður rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira