Íslenski boltinn

Atli bestur og Valdimar í liði umferðarinnar í sjötta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk gegn ÍA, það fyrra með frábæru skoti utan teigs og það seinna með góðum skalla.
Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk gegn ÍA, það fyrra með frábæru skoti utan teigs og það seinna með góðum skalla. VÍSIR/DANÍEL

KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður helgarinnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að mati sérfræðinga Pepsi Max-stúkunnar sem gerðu upp leikina í 15. umferð í gærkvöld.

Atli skoraði tvö fyrstu mörk KR í 4-1 sigrinum gegn ÍA og var vel að því kominn að hljóta útnefningu sem besti leikmaðurinn í þeim fjórum leikjum sem fóru fram á sunnudag.

Atli var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar auk félaga sinna Pablo Punyed og Kristins Jónssonar. Í liðinu voru fjórir Valsmenn eftir 1-0 sigurinn gegn HK, tveir Fylkismenn og tveir KA-menn.

Valdimar Þór Ingimundarson var í sjötta sinn í liði umferðarinnar og markið sem hann skoraði fyrir Fylki gegn Gróttu var sömuleiðis valið Origo-mark umferðarinnar.

Sebastian Hedlund var einn af Valsmönnunum í liði umferðarinnar en hann átti frábæran leik í vörn Vals gegn HK og hlaut viðurkenningu fyrir Voltaren-varnarvinnu umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×