Sara Björk: Stolt að vera Íslendingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir sátt með Meistaradeildarbikarinn á myndini sem hún birti á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Sara Björk Gunnarsdóttir er þakklát fyrir allar kveðjurnar sem hún fékk eftir að hún vann Meistaradeildina með Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir birti skemmtilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr með Meistaradeildarbikarinn á Anoeta leikvanginum í San Sebastián. Sara Björk Gunnarsdóttir varð á sunnudaginn fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeildina og fyrsti Íslendingurinn sem spilar og skorar fyrir sigurlið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara Björk innsiglaði 3-1 sigur Lyon með því að skora þriðja markið á 88. mínútu leiksins en markið skoraði hún á móti sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Afrek Söru hefur vakið mikla athygli á Íslandi og hefur hún fengið margar kveðjur, bæði persónulega sem og á samfélagsmiðlum. Hún þakkaði fyrir þær á Instagram. View this post on Instagram Va takk fyrir allar fallegu kveðjunar! Litla I sland segja þeir Þessi er titill er meðal annars tileinkaður til allra fo tboltastelpna og stra ka sem eiga se r þann draum um að komast eins langt og þeim dreymir um! Það eru engin takmo rk! Stolt að vera I slendingur A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) on Sep 1, 2020 at 3:11am PDT „Vá takk fyrir allar fallegu kveðjurnar! Litla Ísland segja þeir,“ skrifaði Sara Björk á Instagram síðu sína. „Þessi er titill er meðal annars tileinkaður til allra fótboltastelpna og stráka sem eiga sér þann draum um að komast eins langt og þeim dreymir um!,“ skrifaði Sara Björk „Það eru engin takmörk! Stolt að vera Íslendingur,“ skrifaði Sara Björk. Sara Björk hefur náð lengra en nokkur önnur íslensk knattspyrnukona og verður vonandi fyrirmyndin sem mun hjálpa íslensku þjóðinni að eignast fullt af flottum knattspyrnukonum til viðbótar. Meistaradeildartitilinn var fjórtándi stóri titill Söru sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi þar af fjórði titilinn á árinu 2020. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur einnig náð því að spila 148 leiki fyrir íslensku landsliðin þar af 131 fyrir íslenska A-landsliðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er þakklát fyrir allar kveðjurnar sem hún fékk eftir að hún vann Meistaradeildina með Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir birti skemmtilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr með Meistaradeildarbikarinn á Anoeta leikvanginum í San Sebastián. Sara Björk Gunnarsdóttir varð á sunnudaginn fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeildina og fyrsti Íslendingurinn sem spilar og skorar fyrir sigurlið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara Björk innsiglaði 3-1 sigur Lyon með því að skora þriðja markið á 88. mínútu leiksins en markið skoraði hún á móti sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Afrek Söru hefur vakið mikla athygli á Íslandi og hefur hún fengið margar kveðjur, bæði persónulega sem og á samfélagsmiðlum. Hún þakkaði fyrir þær á Instagram. View this post on Instagram Va takk fyrir allar fallegu kveðjunar! Litla I sland segja þeir Þessi er titill er meðal annars tileinkaður til allra fo tboltastelpna og stra ka sem eiga se r þann draum um að komast eins langt og þeim dreymir um! Það eru engin takmo rk! Stolt að vera I slendingur A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) on Sep 1, 2020 at 3:11am PDT „Vá takk fyrir allar fallegu kveðjurnar! Litla Ísland segja þeir,“ skrifaði Sara Björk á Instagram síðu sína. „Þessi er titill er meðal annars tileinkaður til allra fótboltastelpna og stráka sem eiga sér þann draum um að komast eins langt og þeim dreymir um!,“ skrifaði Sara Björk „Það eru engin takmörk! Stolt að vera Íslendingur,“ skrifaði Sara Björk. Sara Björk hefur náð lengra en nokkur önnur íslensk knattspyrnukona og verður vonandi fyrirmyndin sem mun hjálpa íslensku þjóðinni að eignast fullt af flottum knattspyrnukonum til viðbótar. Meistaradeildartitilinn var fjórtándi stóri titill Söru sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi þar af fjórði titilinn á árinu 2020. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur einnig náð því að spila 148 leiki fyrir íslensku landsliðin þar af 131 fyrir íslenska A-landsliðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira